Innlent

Grísk samtök birta myndband af Hauki Hilmarssyni

Sylvía Hall skrifar
Haukur Hilmarsson.
Haukur Hilmarsson. Mynd/Úr safni Nurhaks

Gríski anarkistahópurinn RUIS hefur birt myndband af Hauki Hilmarssyni, sem talinn er hafa fallið í átökum í Afrin-héraði í Sýrlandi í lok febrúar.

Haukur segir í myndbandinu að hann hafi ferðast til Sýrlands með hópnum árið 2017 til að berjast með samtökunum YPG, her sýrlenskra Kúrda. Hann er sagður hafa verið liðsforingi í útlendingahersveit samtakanna og tók meðal annars þátt í aðgerðum hersveita Kúrda þegar þeir frelsuðu borgina Raqqa úr höndum ISIS.

Í myndbandinu segir Haukur frá því hvers vegna hann ákvað að fara til Sýrlands og fer yfir vonir sínar og hugsjónir um framtíð baráttunnar. Hann segist einnig alltaf hafa heillast af hugmyndinni um byltingu og vonaðist hann til að myndbandið útskýrði fyrir ástvinum sínum hvers vegna hann tók þá ákvörðun að berjast við hlið YPG.

Ekki hefur fengist staðfest hvort Haukur hafi fallið í árás tyrkneska hersins á Afrín-hérað. Guðlaugur Þór, utanríkisráðherra, ræddi við Nurettin Canikli, varnarmálaráðherra Tyrklands fyrr í mánuðinum og sagði Canikli Tyrkja ekki vera með Hauk í haldi.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×