Viðskipti erlent

MyFitnessPal fórnarlamb eins stærsta gagnastuldar sögunnar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Innbrotið átti sér stað í síðasta mánuði.
Innbrotið átti sér stað í síðasta mánuði. Vísir/Getty

Tölvuþrjótar hafa komist yfir notendanöfn, tölvupóstföng og dulkóðuð lykilorð um 150 milljón notenda MyFitnessPal, heilsuforrits- og vefsíðu í eigu bandaríska íþróttavörufyrirtækisins Under Armour.

Svo virðist sem að tölvuþrjótarnir hafi brotist inn í kerfi MyFitnessPal í síðasta mánuði en Under Armour uppgötvaði innbrotið í vikunni.

MyFitnessPal er gríðarlega vinsælt smáforrit en með því geta notendur skráð niður líkamsræktaræfingar, fylgst með árangri og sett sér markmið, svo dæmi séu tekin.

Under Armour segir að það hafi þegar hafið vinnu við að upplýsa notendur um stuldinn. Í frétt Reuters segir að um einn stærsta gagnastuld sögunnar sé að ræða en sjaldgæft er að tölvuþrjótar komist yfir upplýsingar hjá svo mörgum notendum í einni og sömu árásinni líkt og um er að ræða nú.

Tala notenda sem stuldurinn hefur áhrif á bliknar þó í samanburði við stærsta gagnastuld sögunnar, þegar upplýsingum um þrjá milljarða notenda bandarísku vefsíðunnar Yahoo var stolið árið 2016 af tölvuþrjótum.

Under Armour, sem keypti MyFitnessPal árið 2015 fyrir 475 milljónir dollara, segir að það starfi nú með sérfræðingum í tölvuöryggi, sem og yfirvöldum, við rannsókn málsins.

Hlutabréf í Under Armour lækkuðu um 2,3 prósent eftir að tilkynnt var um stuldinn.


Tengdar fréttir

Hulunni svipt af framhjáhöldurum

Tölvuþrjótar hafa birt gögn um notendur vefsíðunnar Ashley Madison, sem er eins konar vettvangur fyrir fólk sem vill halda fram hjá maka sínum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
0,85
2
25.420
ICEAIR
0,5
19
118.812
GRND
0,46
1
50
ARION
0,28
1
1.285
FESTI
0
1
28.375

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
-1,34
9
47.133
SJOVA
-1,13
2
25.192
REGINN
-0,7
6
74.795
ORIGO
-0,63
2
6.901
MARL
-0,5
10
286.176
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.