Lífið

Það voru engir víkingar í Stüssy, þeir voru í leðri

Stefán Þór Hjartarson skrifar
Finni í Dr. Spock segir að leður sé betra en Stüssy í kuldanum fyrir norðan.
Finni í Dr. Spock segir að leður sé betra en Stüssy í kuldanum fyrir norðan.
Hljómsveitin Dr. Spock ásamt Une Misére keyra jaðarsportshátíðina AK Extreme í gang á Græna hattinum þann fimmta apríl næstkomandi. Finni í Dr. Spock segir það ekki hafa verið mikið mál að taka þetta gigg að sér.

„Við erum bara gíraðir fínt fyrir þetta. Við eigum eftir að koma til Akureyrar að kynna plötuna, Leður, þannig að þetta féll bara einhvern veginn eins og flís við rass þegar við vorum beðnir um hrista aðeins upp í Akureyringum.“

Nú eruð þið þarna að koma fram með miklum ungliðum eins og JóaPé og Króla og fleirum, á að sýna þeim hvernig þetta er gert?

„Jú. Þetta snýst samt eiginlega meira um að boða rokkið sko, „representa“ rokkið þannig að buxurnar detti hreinlega ekki niður um alla. Það þarf að sýna þeim að það er enn þá leður á Íslandi. Leðurbuxur eru betri en Stüssy í kuldanum fyrir norðan. Það voru engir engir víkingar í Stüssy, þeir voru í leðri.“

Opnunarhátíðin fer fram á Græna hattinum. Restin af tónlistardagskránni verður svo haldin í Sjallanum en þar munu stíga á svið Aron Can, Emmsjé Gauti, JóiPé X Króli, Birnir, Úlfur Úlfur, Flóni, GDRN, KÁ-AKÁ, Young Karin, DJ Sura, Yung Nigo Drippin og fleiri.

Hátíðin fer fram 5.-7. apríl.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×