Handbolti

Ævintýri Fram heldur áfram

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Selfoss - Fram, Selfoss, Fram, handbolti, handknattleikur, 2018, coca cola bikarinn, final four
Selfoss - Fram, Selfoss, Fram, handbolti, handknattleikur, 2018, coca cola bikarinn, final four
Handbolti Það verða Fram og ÍBV sem eigast við í úrslitaleik Coca Cola-bikars karla í handbolta í dag.

Seinni undanúrslitaleikurinn, milli Selfoss og Fram, var afar sveiflukenndur og frábær skemmtun. Selfyssingar leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 15-12. Í seinni hálfleik vaknaði hinn 17 ára gamli Viktor Gísli Hallgrímsson til lífsins í marki Fram. Með hann í miklum ham milli stanganna náðu Frammarar yfirhöndinni og komust mest þremur mörkum yfir, 19-22.

Selfoss lagði ekki árar í bát, skoraði fjögur af síðustu fimm mörkum leiksins og tryggði sér framlengingu.

Framlengingin var jöfn og aldrei munaði meira en einu marki á liðunum. Selfyssingar fengu tvö tækifæri til að tryggja sér sigurinn í lokasókninni en Viktor Gísli varði bæði skot þeirra.

Í vítakeppninni nýtti Fram öll sín víti en Teitur Örn Einarsson skaut í stöng úr öðru víti Selfoss sem reyndist dýrkeypt. Fram fagnaði sigri, 31-32.

Ótrúlegur viðsnúningur

Haukar voru lengst af með frumkvæðið gegn ÍBV og þegar 16 mínútur voru eftir kom Heimir Óli Heimisson Hafnfirðingum fjórum mörkum yfir, 20-16. Þá sögðu Eyjamenn hingað og ekki lengra, skoruðu níu mörk gegn engu og náðu fimm marka forskoti, 20-25.

Haukar áttu ágætis áhlaup á lokamínútunum en tíminn var of naumur og ÍBV fagnaði tveggja marka sigri, 25-27. Aron Rafn Eðvarðsson lagði grunninn að sigrinum með frábærri markvörslu í seinni hálfleik. ÍBV getur bætt þriðja bikartitlinum í safnið í dag




Fleiri fréttir

Sjá meira


×