Viðskipti innlent

Joe & the Juice á Íslandi hætta í plastinu

Guðný Hrönn skrifar
Daníel Kári Stefánsson er framkvæmdastjóri Joe & the Juice á Íslandi.
Daníel Kári Stefánsson er framkvæmdastjóri Joe & the Juice á Íslandi.
 Átta Joe & the Juice staðir eru á Íslandi þannig að ljóst er að með þessu mun mikið plast sparast.

Í staðinn fyrir plastið verða umhverfisvænni umbúðir notaðar. Daníel Kári Stefánsson, framkvæmdastjóri Joe & the Juice, er spenntur fyrir þessu stóra skrefi.

„Þetta er mjög stórt skref fyrir fyrirtækið. Plast hefur leikið stórt hlutverk í okkar daglega rekstri. Við vorum hluti af vandanum en nú ætlum við að verða hluti af lausninni. Við erum stolt af því að Joe & the Juice staðirnir á Íslandi eru þeir fyrstu í keðjunni sem segja skilið við plast.“

Hann segist jafnframt viss um að viðskiptavinir muni taka þessu fagnandi þar sem fólk sé almennt orðið meðvitað um plastmengun sem stórt vandamál.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×