Lífið

Erum djúpt snortin yfir einstökum viðtökum

Guðný Hrönn skrifar
Ísold Uggadóttir ásamt Andra Snæ og Margréti Sjöfn.
Ísold Uggadóttir ásamt Andra Snæ og Margréti Sjöfn. Vísir/Eyþór
Við aðstandendur myndarinnar erum djúpt snortin yfir einstökum viðtökum. Við skynjum að myndin hefur hreyft við fólki og erum í skýjunum yfir öllum hlýju og sterku orðunum sem hafa verið látin falla. Við hlökkum til að sjá Íslendinga flykkjast í bíó til að sjá mynd um mikilvægt málefni, mannúð og margslungna vináttu,“ sagði Ísold Uggadóttir eftir hátíðarsýningu myndarinnar Andið eðlilega í samtali við Lífið.

Þess má geta að Andið eðlilega fléttar saman sögur tveggja ólíkra kvenna, hælisleitanda frá Gíneu-Bissá og ungrar íslenskrar konu sem hefur störf við vegabréfaskoðun á Keflavíkurflugvelli. Leiðir þeirra liggja saman á örlagastundu í lífi beggja og tengjast þær óvæntum böndum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×