Körfubolti

Portland stoppaði sigurgöngu Warriors

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Kevin Durant fór fyrir liði Warriors en gat ekki tryggt þeim sigur
Kevin Durant fór fyrir liði Warriors en gat ekki tryggt þeim sigur vísir
Portland Trail Blazers vann sinn níunda leik í röð í bandarísku NBA deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið batt enda á sjö leikja sigurhrinu meistaranna í Golden State Warriors.

Lið Warriors var frekar vængbrotið í leiknum því Stephen Curry, Jordan Bell og Andre Iguodala voru allir frá vegna meiðsla. Kevin Durant fór fyrir liði Warriors með 40 stig.

Portland hefur ekki unnið jafn marga leiki í röð síðan árið 2014 þegar þeir náðu einnig að vinna níu leiki í röð. Sigurinn skilaði liðinu í þriðja sæti Vesturdeildarinnar á eftir Warriors og Houston Rockets sem sita í fyrsta sæti.



LA Clippers komst í áttunda og síðasta úrslitakeppnissætið í Vesturdeildinni með sigri á Cleveland Cavaliers.

DeAndre Jordan setti 20 stig og tók 23 fráköst og Tobias Harris skoraði 23 stig í auðveldum 116-102 sigri á LeBron James og félögum í Cleveland sem höfðu fyrir leikinn unnið fimm síðustu útileiki sína.

Baráttan um úrslitakeppnina í Vesturdeildinni er mjög hörð og munar aðeins örfáum sigurleikjum á þriðja og áttunda sæti.





Úrslit næturinnar:

Detroit Pistons - Chicago Bulls 99-83

Indiana Pacers - Atlanta Hawks 112-87

Toronto Raptors - Houston Rockets 108-105

Memphis Grizzlies - Utah Jazz 78-95

Milwaukee Bucks - New York Knicks 120-112

New Orleans Pelicans - Washington Wizards 97-116

Denver Nuggets - LA Lakers 125-116

Portland Trail Blazers - Golden State Warriors 125-108

Sacramento Kings - Orlando Magic 94-88

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×