Golf

Woods í toppbaráttunni í Flórída

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Tiger Woods og Rory McIlroy.
Tiger Woods og Rory McIlroy. Vísir/Getty
Tiger Woods er aðeins tveimur höggum frá efsta manni á Valspar mótinu í golfi sem er hluti af PGA mótaröðinni.

Woods á góðan möguleika á að vinna sitt fyrsta mót síðan 2013 en hann er í 2. - 6. sæti á mótinu á fjórum höggum undir pari. Kanadamaðurinn Corey Conners leiðir mótið á sex höggum undir pari.

Bandaríkjamaðurinn byrjaði daginn á tveimur fuglum á 12. og 13. holu, hans þriðju og fjórðu holu þar sem hann byrjaði á ytri níu holunum. Hann fékk svo fugla á 2. og 5. holu en endaði daginn á skolla á 9. holu.





Norður-Írinn Rory McIlroy náði ekki í gegnum niðurskurðinn á mótinu en hann spilaði fyrstu hringina tvo samtals á fimm höggum undir pari. Niðurskurðarlínan var við þrjú högg yfir parið.

McIlroy fékk fimm skolla og þrjá fugla á hringnum í dag og spilaði á tveimur höggum yfir pari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×