Golf

Woods í toppbaráttunni í Flórída

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Tiger Woods og Rory McIlroy.
Tiger Woods og Rory McIlroy. Vísir/Getty

Tiger Woods er aðeins tveimur höggum frá efsta manni á Valspar mótinu í golfi sem er hluti af PGA mótaröðinni.

Woods á góðan möguleika á að vinna sitt fyrsta mót síðan 2013 en hann er í 2. - 6. sæti á mótinu á fjórum höggum undir pari. Kanadamaðurinn Corey Conners leiðir mótið á sex höggum undir pari.

Bandaríkjamaðurinn byrjaði daginn á tveimur fuglum á 12. og 13. holu, hans þriðju og fjórðu holu þar sem hann byrjaði á ytri níu holunum. Hann fékk svo fugla á 2. og 5. holu en endaði daginn á skolla á 9. holu.


Norður-Írinn Rory McIlroy náði ekki í gegnum niðurskurðinn á mótinu en hann spilaði fyrstu hringina tvo samtals á fimm höggum undir pari. Niðurskurðarlínan var við þrjú högg yfir parið.

McIlroy fékk fimm skolla og þrjá fugla á hringnum í dag og spilaði á tveimur höggum yfir pari.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.