Handbolti

Dagur í bann │ Missir af úrslitaleiknum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Dagur Arnarsson í leik með ÍBV
Dagur Arnarsson í leik með ÍBV vísir

Eyjamenn verða án Dags Arnarssonar í úrslitaleiknum í Coca cola bikarnum gegn Fram í dag eftir að aganefnd HSÍ úrskurðaði hann í eins leiks bann.

Dagur fékk blátt spjald, útilokun með skýrslu, í undanúrslitaleiknum gegn Haukum í gær vegna grófrar óíþróttamannslegrar framkomu gagnvart dómurum leiksins.

Hann fékk brottvísun sina eftir að upp úr sauð undir lok fyrri hálfleiks í leiknum í gær þar sem viðbrögð hans neyddu dómarana í að gefa rautt spjald og blátt í kjölfarið.

Leikur Fram og ÍBV hefst í Laugardalshöll klukkan 16:00.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.