Golf

Slæmur lokadagur hjá Valdísi í Suður-Afríku

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Valdís Þóra Jónsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir. LET/Tristan Jones

Valdís Þóra Jónsdóttir var í toppbaráttu á Investec golfmótsins sem fram fer í Suður-Afríku fyrir lokahringinn sem var spilaður í dag.

Skagamærin átti ekki góðan dag í dag en hún féll úr 4. sætinu og niður í það 21. - 26. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni, sterkustu atvinnumannamótaröð Evrópu.

Hún byrjaði daginn á tveimur skollum á 2. og 3. holu. Hún vann sig til baka með fugli á 5. holu en tapaði aftur höggi á þeirri níundu með öðrum skolla.

Tveir skollar til viðbótar á seinni níu holunum skiluðu Valdísi í hús á fjórum höggum yfir pari og því samtals á þremur höggum yfir pari í mótinu.

Heimakonan Ashleigh Buhai fór með sigur í mótinu en hún spilaði hringina þrjá frábærlega, fór fyrsta hringinn á þremur höggum undir pari, var einu höggi undir pari á öðrum hring og kláraði leik í dag á fimm höggum undir pari og var því samtals á níu höggum undir pari. Hún fór lokahringinn í dag án þess að fá einn einasta skolla í brautinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.