Handbolti

Íslendingarnir töpuðu eftir mark á loka sekúndunum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Arnór Atlason í landsleik gegn Dönum.
Arnór Atlason í landsleik gegn Dönum. vísir/getty

Kristian Bonefeld tryggði Skanderborg sigur gegn Íslendingaliði Álaborgar með marki á loka sekúndum leiks liðanna í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Jafnt var með liðunum, 23-23, þegar fimm sekúndur lifðu af leiknum og Skanderborg tók leikhlé. Upplagið var greinilega hárrétt því Bonefeld skoraði framhjá Mikael Aggefors í þeirri mund sem leiktíminn rann út.

Arnór Atlason skoraði eitt mark úr fjórum skotum fyrir Álaborg en Janus Daði Smárason er enn fjarverandi í liði Álaborgar.

Mikið jafnræði var með liðunum framan af þar til undir lok hálfleiksins þegar heimamenn í Skanderborg stigu á bensíngjöfina og fóru með fimm stiga forskot í hálfleikinn, 15-10.

Hálfleiks Arons Kristjánssonar hefur gert eitthvað því hans menn náðu að klóra í bakkann í upphafi seinni hálfleiks og jafna leikinn þegar seinni hálfleikur var hálfnaður.

Það sem eftir lifði var mikil spenna í leiknum en svo fór sem áður segir að heimamenn höfðu sigur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.