Viðskipti innlent

Brandenburg sópaði til sín flest verðlaun á Lúðrinum

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Auglýsingastofan Brandenburg hlaut verðlaun fyrir Herferð ársins á Lúðrinum í gær.
Auglýsingastofan Brandenburg hlaut verðlaun fyrir Herferð ársins á Lúðrinum í gær. Brandenburg

Auglýsingastofan Brandenburg hlaut flest verðlaun á Lúðrinum, Íslensku auglýsingaverðlaununum, sem voru haldin á Hilton í gær í þrítugasta og annað sinn.

Brandenburg hlaut í heildina sex verðlaun en þar á meðal verðlaun í flokknum Herferð ársins. Auglýsingastofan var viðurkennd fyrir herferð sína „Meira og minna unnið efni“, sem var unnin fyrir Sorpu. Að öðrum ólöstuðum eru verðlaunin sem eru veitt fyrir Herferð ársins með þeim stærstu á Lúðrinum.

Í gær var ÍMARK dagurinn en fyrri hluti hans fer í fyrirlestrahald en Jón Þorgeir Kristjánsson, framkvæmdastjóri ÍMARK, leggur mikið upp úr því að fá til landsins áhrifamestu fyrirlesara í heiminum á sviði markaðsmála.

Erindið sem stóð upp úr á ÍMARK deginum að mati Jóns Þorgeirs var erindi Katie McKay Sinclair sem fór fyrir herferðinni „Make Them Pay“ í Bretlandi sem fjallaði um launamun kynjanna. Sinclair greindi í fyrirlestri sínum frá því hvernig við getum nýtt krafta okkar til góðra verka.

Um kvöldið var síðan Lúðurinn veittur. „Þetta er eiginlega árshátíð auglýsingabransans,“ segir Jón Þorgeir sem er hæstánægður með daginn enda var fullt á báða viðburði og komust færri að en vildu.

Þeir sem hlutu Lúðurinn í ár eru:

Kvikmyndaðar auglýsingar:
EM kvenna - óstöðvandi
Auglýsandi: Icelandair.
Auglýsingastofa: Íslenska auglýsingastofan. 


Útvarpsauglýsingar:
Dj jól Atlantsolíu
Auglýsandi: Atlantsolía
Auglýsingastofa: HN: Markaðssamskipti. 

Prentauglýsingar:
Fögnum glæsileikanum
Auglýsandi: Epal
Auglýsingastofa: Brandenburg.

Vefauglýsingar:
Þú veist betur
Auglýsandi: Krabbameinsfélagið
Auglýsingastofa: Brandenburg.

Stafrænar auglýsingar:
Persónulegi pizzaofninn
Auglýsandi: Domino´s
Auglýsingastofa: PIPAR/TBWA

Samfélagsmiðlar:
Sjónvarp á fimmtudögum í júlí
Auglýsandi: NOVA
Auglýsingastofa: Brandenburg. 

Umhverfisauglýsingar og viðburðir:

Rafmagnslaust í Höllinni
Auglýsandi: Orkusalan
Auglýsingastofa: Brandenburg.

Veggspjöld og skilti:
Litbrigði – Kontor Reykjavík
Auglýsandi: Kontor Reykjavík
Auglýsingastofa: Kontor Reykjavik

Bein markaðssetning:
Jólagjöf til alþingismanna – Borðspilið Skerðing
Auglýsandi: Öryrkjabandalag Íslands
Auglýsingastofa: ENNEMM

Mörkun:
Meniga endurmörkun
Auglýsandi: Meniga
Auglýsingastofa: Meniga

Herferðir:
Meira og minna endurunnið efni
Auglýsandi: Sorpa
Auglýsingastofa: Brandenburg.

Almannaheillaauglýsingar: 
Þú veist betur
Auglýsandi: Krabbameinsfélagið
Auglýsingastofa: Brandenburg.

Flokkurinn ÁRA:
Blóðskimun til bjargar
Auglýsandi: Háskóli Íslands – Læknadeild
Auglýsingastofa: Hvíta húsiðAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
3,6
4
34.130
ORIGO
3,41
11
64.165
HAGA
3,34
9
116.729
FESTI
3,23
14
192.368
SIMINN
3,2
19
269.039

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-3,39
97
445.720
GRND
0
2
1.506
MARL
0
23
231.586
EIM
0
11
201.996
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.