Enski boltinn

Klopp: Þetta var víti

Dagur Lárusson skrifar
Jurgen Klopp
Jurgen Klopp vísir/getty
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var ekki sáttur eftir tap sinna manna gegn Manchester United í dag en hann kenndi lélegum varnaleik og slæmum ákvörðunum hjá dómurunum um tapið.

Marcus Rashford skoraði bæði mörk United í fyrri hluta fyrri hálfleiksins og það var síðan Eric Bailly sem skoraði sjálfsmark í seinni hálfleiknum. Jurgen Klopp vildi fá dæmda vítaspyrnu undir lok leiksins.

„Við áttum erfitt uppdráttar eftir að hafa fengið þessi tvö mörk á okkur, það var lélegur varnarleikur.“

„Þú getur alltaf tapað í einvígi við Lukaku, hvort sem það sé í loftinu eða á jörðinni en þú verður að sjá um svæðið fyrir fyrir aftan. Þeir skoruðu tvö mörk sem gerðu leikinn of erfiðann fyrir okkur.“

„Við náðum þó að skora og við börðumst vel og mér fannst að tæklingin hjá Fellaini á Mané hefði átt að vera víti. Hann hefði átt gott færi á vítateigslínunni og þess vegna verður þú að taka réttar ákvarðanir í þessum aðstæðum.“

Eftir leikinn er Liverpool í 3. sæti deildarinnar með 60 stig á meðan United er einu sæti ofar með 65 stig.


Tengdar fréttir

Upphitun: Stórleikur á Old Trafford

Dagurinn í dag er enginn venjulegur laugardagur í enska boltanum. Strax í fyrsta leik dagsins er boðið upp á einn stærsta leik hvers tímabils, viðureign erkifjendanna í Manchester United og Liverpool.

Klopp: Flýgur enginn í gegnum United

Þegar Manchester United fór á Anfield fyrr í vetur var Jose Mourinho mikið gagnrýndur fyrir að láta sína menn spila of varnarsinnað og gera leikinn leiðinlegan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×