Enski boltinn

Mourinho: Ekki fullkomin frammistaða

Dagur Lárusson skrifar
Frá leiknum í dag.
Frá leiknum í dag. vísir/getty
José Mourinho, stjóri Manchester United, var að vonum ánægður eftir sigur sinna manna gegn Liverpool í dag.

Eftir sigurinn er Manchester United komið fimm stigum á undan Liverpool.

„Ég myndi ekki ganga það langt að kalla þetta fullkomna frammistöðu. Í fyrri hálfleiknum fengum við tækifæri til þess að spila hratt og ákveðið og við gerðum það mjög vel og náðum þess vegna að skora mörkin tvö.“

„Fyrri hálfleikurinn var okkar eign en Liverpool stýrði seinni hálfleiknum. En fyrri hálfleikurinn okkar innihélt mörk og mikla hætta, hver veit hvað hefði gerst hefði Mata skorað úr sínu færi.“

„Jafnvel þó Liverpool skoraði þá vorum við með öll völdin í föstum leikatriðum og héldum ró okkar og það var ég mjög ánægður með.“


Tengdar fréttir

Klopp: Flýgur enginn í gegnum United

Þegar Manchester United fór á Anfield fyrr í vetur var Jose Mourinho mikið gagnrýndur fyrir að láta sína menn spila of varnarsinnað og gera leikinn leiðinlegan.

Rashford tryggði United sigur í stórleiknum á Old Trafford

Erkifjendurnir í Manchester United og Liverpool mættust á Old Trafford í dag í stórleik umferðarinnar og einum af stórleikjum tímabilsins. Tvö mörk snemma leiks frá Marcus Rashford reyndust nóg til þess að heimamenn færu með sigurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×