Erlent

Musk segist hafa skotið Starman út í geim fyrir þig

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Starman er nú á ferð um geiminn.
Starman er nú á ferð um geiminn. Vísir/Getty
Elon Musk, stofnandi Space X, hefur birt nýtt myndband þar sem sjá má geimskotið fræga þar sem Starman var skotið út í geim um borð í Teslu Roadster bíl.

Bílnum var skotið á loft þann 6. febrúar síðastliðinn með Falcon Heavy eldflaug SpaceX og vakti geimskotið mikla athygli.

Musk fékk höfund Westworld-þáttanna til þess að búa til stiklu þar sem sjá má aðdraganda geimskotsins sem og það sjálft frá nýjum sjónahornum undir íðilfögrum tónum David Bowie.

„Lífið má ekki bara snúast um að leysa hvert ömurlegt vandamálið á fætur öðru,“ sagði Musk á Twitter um ástæður þess að hann ákvað að stefna að því að skjóta Starman út í geim.

„Það má ekki vera það eina í lífinu. Það þurfa að vera hlutir sem fylla mann andagift, eitthvað sem fær mann til þess að vakna glaður á morgnana og vera hluti af mannkyninu. Þess vegna gerðum við þetta. Við gerðum þetta fyrir þig.“

Sjá má myndbandið hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×