Körfubolti

Domino's Körfuboltakvöld: „Það var hann sem var að leggja í púkkið“

Dagur Lárusson skrifar

Domino's Körfuboltakvöld hélt áfram göngu sinni síðastliðið föstudagskvöld en þá fóru þeir félagar yfir deildarkeppnina og veittu nokkur verðlaun eins og t.d. besti ungi leikmaðurinn.

Ingvi Þór Guðmundsson úr liði Grindavíkur er besti ungi leikmaðurinn að mati sérfræðinganna en hann spilaði frábærlega í febrúar og mars.

„Hann er fæddur 1998, virkilega góður skotmaður og það sem heillaði okkur eflaust mest var það að þegar Grindavík fór að ganga betur þá var það Ingvi sem var að leggja í púkkið,“ sagði Kjartan Atli.
Ingvi var hluti að Grindavíkur liði sem endaði deildarkeppnina í 6. sæti með 26 stig en hann átti t.d. stórleik fyrir liðið gegn Hetti í byrjun febrúar þegar hann skoraði 25 stig, gaf 4 stoðsendingar og tók 5 fráköst.

Sjáðu myndbandið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Domino's Körfuboltakvöld: Topp 10 tilþrifin

Deildarkeppni Domino's deildar karla í körfubolta kláraðist á fimmtudaginn og úrslitakeppnin hefst í næstu viku. Uppgjörsþáttur Kjartan Atla og félaga fór fram á föstudagskvöldið.

Domino's Körfuboltakvöld: Smjörsalan er að styrkja þessa leikmenn

Deildarkeppni Domino's deildar karla í körfubolta kláraðist á fimmtudaginn og úrslitakeppnin hefst í næstu viku. Það hafa ófá mistökin litið dagsinis ljós og fór Fannar Ólafsson yfir það sem stóð upp úr í "Fannar skammar“ í uppgjörsþætti Domino's Körfuboltakvölds í gærkvöld.

Domino's Körfuboltakvöld: Úrvalslið seinni hlutans

Loka umferð Domino's deildar karla í körfubolta var leikin á fimmtudaginn og úrslitakeppnin hefst í næstu viku. Strákarnir í Domino's Körfuboltakvöldi gerðu upp seinni hluta deildarinnar í gærkvöld þar sem þeir útnefndu úrvalslið seinni hlutans.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.