Enski boltinn

Conte: Megum ekki missa fleiri stig

Dagur Lárusson skrifar
Antonio Conte.
Antonio Conte. vísir/getty
Antonio Conte, stjóri Chelsea, var ánægður eftir sigur sinna manna gegn Crystal Palace í gærkvöldi en hann sagði þó einnig að liðið hefði ekki efni á því að missa fleiri stig.

Chelsea hefur gengnið brösulega á árinu 2018 og hefur farið frá því að vera í 2. sæti deildarinnar í janúar í það að vera í 5. sætinu núna í mars en liðið er t.d. búið að tapa fyrir Watford og Manchester City á síðustu vikum.

„Þessi sigur var svo mikilvægur fyrir okkur. Ef við viljum ná meistaradeildarsæti þá er mjög mikilvægt að við missum ekki fleiri stig.“

„Við vorum þó ekki að nýta færin vel í dag en ákveðnin og dugnaðurinn hjá leikmönnunum var svo sannarlega til staðar.“

Næsti leikur Chelsea er gegn Barcelona í meistardeildinni í vikunni.


Tengdar fréttir

Chelsea með nauman sigur

Chelsea fór með sigur af hólmi gegn Crystal Palace í síðasta leik dagsins í ensku úrvaldsdeildinni en með sigrinum komst Chelsea í 56 stig og situr í 5. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×