Golf

Tiger Woods í öðru sæti

Dagur Lárusson skrifar
Tiger Woods
Tiger Woods vísir/getty

Tiger Woods hélt áfram að spila vel á Valspar meistarmótinu í Flórída í gærkvöldi en hann lék á fjórum höggum undir pari eða 67 höggum.

Kanadíski nýliðinn, Corey Conners, er þó í efsta sætinu á mótinu en hann hefur komið öllum á óvart með spilamennsku sinni. Hann er á 9 undir pari á meðan Tiger, Justin Rose og Brandt Snedeker eru allir á 8 undir pari.

Þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem Tiger Woods er í toppbaráttunni á PGA móti en hann hefur auðvitað verið að glíma við erfið meiðsli á síðustu árum.
Fjórði hringurinn hefst klukkan 17:00 og verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.