Handbolti

Bjarki Már og félagar með sigur│Kiel tapaði

Dagur Lárusson skrifar
Bjarki Már Elísson
Bjarki Már Elísson vísir/getty

Bjarki Már Elísson og félagar í Fuchse Berlin unnu Gummersbach 31-24 í þýska handboltanum í dag en eftir leikinn er Fuchse Berlin í þriðja sæti deildarinnar með 36 stig.

Það voru gestirnir frá Gummersbach sem voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum og fóru þeir með forystuna í hálfleikinn 14-11.

Seinni hálfleikurinn var hinvegar mjög jafn og spennandi til að byrja með og komst Fuchse Berlin meðal annars yfir í stöðunni 19-18. Eftir það sá Gummersbach ekki til sólar og Fuchse Berlin tók öll völdin á vellinum og vann að lokum öruggan sigur 31-24.

Bjarki Már Elísson skoraði tvö mörk fyrir Fuchse Berlin en markahæsti leikmaður liðsins var daninn Hans Lindberg með níu mörk.

Rúnar Kárason og félagar í Hannover-Burgdorf voru einnig í eldlínunni en þeir unnu lið N-Lubbecke x-x þar sem Rúnar Kárason skoraði eitt mark. Eftir leikinn er Hannover-Burgdorf í fjórða sæti með 35 stig.

Alfreð Gíslason og lærisveinar hans lutu síðan í lægra hald gegn Magdeburg 31-26 og sitja í sjötta sæti deildarinnar með 31 stig.

Úrslit dagsins:

Hannover-Burgdorf 28-26 N-Lubbecke
Leipzig 26-19 Lemgo
Ludwigshafen 24-30 Flensburg-Handewitt
Fuchse Berlin 31-24 Gummersbach
Magdeburg 31-26 KielAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.