Handbolti

Bjarki Már og félagar með sigur│Kiel tapaði

Dagur Lárusson skrifar
Bjarki Már Elísson
Bjarki Már Elísson vísir/getty
Bjarki Már Elísson og félagar í Fuchse Berlin unnu Gummersbach 31-24 í þýska handboltanum í dag en eftir leikinn er Fuchse Berlin í þriðja sæti deildarinnar með 36 stig.

Það voru gestirnir frá Gummersbach sem voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum og fóru þeir með forystuna í hálfleikinn 14-11.

Seinni hálfleikurinn var hinvegar mjög jafn og spennandi til að byrja með og komst Fuchse Berlin meðal annars yfir í stöðunni 19-18. Eftir það sá Gummersbach ekki til sólar og Fuchse Berlin tók öll völdin á vellinum og vann að lokum öruggan sigur 31-24.

Bjarki Már Elísson skoraði tvö mörk fyrir Fuchse Berlin en markahæsti leikmaður liðsins var daninn Hans Lindberg með níu mörk.

Rúnar Kárason og félagar í Hannover-Burgdorf voru einnig í eldlínunni en þeir unnu lið N-Lubbecke x-x þar sem Rúnar Kárason skoraði eitt mark. Eftir leikinn er Hannover-Burgdorf í fjórða sæti með 35 stig.

Alfreð Gíslason og lærisveinar hans lutu síðan í lægra hald gegn Magdeburg 31-26 og sitja í sjötta sæti deildarinnar með 31 stig.

Úrslit dagsins:

Hannover-Burgdorf 28-26 N-Lubbecke

Leipzig 26-19 Lemgo

Ludwigshafen 24-30 Flensburg-Handewitt

Fuchse Berlin 31-24 Gummersbach

Magdeburg 31-26 Kiel




Fleiri fréttir

Sjá meira


×