Lífið

Gleðitár Ara vekja athygli út fyrir landsteinana

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Ari Ólafsson söng sig inn í hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar í söngvakeppninni.
Ari Ólafsson söng sig inn í hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar í söngvakeppninni. RÚV
Fréttaveitan Music Crowns klippti saman myndband af viðbrögðum Ara Ólafssonar þegar hann sigraði söngvakeppnina. Myndbandinu hefur verið deilt tvö hundruð sinnum auk þess sem 47 þúsund manns hafa séð það.

Netverjar keppast við að ausa Ara lofi bæði fyrir að hafa fallega söngrödd og fyrir að hafa hugrekki til að tjá tilfinningar sínar með opinskáum og einlægum hætti en Ari brast í grát eftir að hafa flutt lagið sitt „Our Choice“ fyrir fullum sal.

Allir gráta

Ari þykir góð fyrirmynd fyrir að vera í eins góðum tengslum við eigin tilfinningar og raun bar vitni í söngvakeppninni. Á Facebooksíðu sinni deilir hann myndbandinu og þakkar fyrir sig. „Allir gráta,“ segir Ari á sama vettvangi, og hvetur þannig alla til að beina tilfinningum sínum í réttan farveg.

Ari Ólafsson keppir í Eurovision fyrir Íslands hönd í Portúgal í maí.

Hér að neðan er hægt að horfa á myndbandið sem hefur farið víða um netheima.


Tengdar fréttir

Afgerandi sigur Ara í einvíginu

Ari Ólafsson vann einvígið við Dag Sigurðsson í úrslitakvöldi Söngvakeppninnar á laugardaginn með talsverðum yfirburðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×