Handbolti

Fimm íslensk mörk í jafntefli Kristianstad

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Gunnar Steinn í leik með Kristianstad.
Gunnar Steinn í leik með Kristianstad. vísir/getty
Íslendingalið Kristianstad gerði jafntefli við Redbergslids á útivelli í næst síðustu umferð deildarkeppninnar í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Leikurinn endaði með 23-23 jafntefli eftir að staðan var 12-12 í leikhléi. Gunnar Steinn Jónsson skoraði 4 mörk fyrir Kristianstad og Arnar Freyr Arnarsson 1.

Kristianstad er öruggt í fyrsta sæti deildarinnar sama hvað gerist í loka umferðinni þegar liðið fær Ricoh í heimsókn.

Með liði Ricoh spilar markmaðurinn Daníel Freyr Andrésson. Ricoh tók á móti Lugi í dag þar sem liðið þurfti að þola stórtap.

Leikurinn endaði með 16 marka sigri Lugi. Daníel Freyr varði 2 bolta úr 12 skotum, tæp 17 prósenta markvarsla. Þá skoraði hann eitt mark.

Ricoh er í 11. sæti deildarinnar og þurfa að fara í umspil um að halda sæti sínu í deildinni á meðan Kristianstad er á leið í úrslitakeppnina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×