Handbolti

Fimm íslensk mörk í jafntefli Kristianstad

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Gunnar Steinn í leik með Kristianstad.
Gunnar Steinn í leik með Kristianstad. vísir/getty

Íslendingalið Kristianstad gerði jafntefli við Redbergslids á útivelli í næst síðustu umferð deildarkeppninnar í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Leikurinn endaði með 23-23 jafntefli eftir að staðan var 12-12 í leikhléi. Gunnar Steinn Jónsson skoraði 4 mörk fyrir Kristianstad og Arnar Freyr Arnarsson 1.

Kristianstad er öruggt í fyrsta sæti deildarinnar sama hvað gerist í loka umferðinni þegar liðið fær Ricoh í heimsókn.

Með liði Ricoh spilar markmaðurinn Daníel Freyr Andrésson. Ricoh tók á móti Lugi í dag þar sem liðið þurfti að þola stórtap.

Leikurinn endaði með 16 marka sigri Lugi. Daníel Freyr varði 2 bolta úr 12 skotum, tæp 17 prósenta markvarsla. Þá skoraði hann eitt mark.

Ricoh er í 11. sæti deildarinnar og þurfa að fara í umspil um að halda sæti sínu í deildinni á meðan Kristianstad er á leið í úrslitakeppnina.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.