Viðskipti innlent

Frumkvöðlar úr Verzló kynna súkkulaðiskeiðar til sögunnar

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar

Hópur nemenda í Verslunarskólanum kynnir fljótlega til sögunnar nýjung á íslenskum markaði, svokallaða súkkulaðiskeið til að gera heitt kakó. Frumkvöðlarnir segja hugmyndina hafa orðið til nánast upp úr þurru og eru sammála um bestu bragðtegundina.

Hugmyndin kviknaði íáfanga í frumkvöðlafræði í Versló en hópinn skipa þær Magnea Björg Friðjónsdóttir, Halla Vigdís Hálfdánardóttir, Erla Björk Sigurðardóttir, Agla María Albertsdóttir, Dagbjört Dögg Karlsdóttir og Katla Rún Garðarsdóttir. 

Agla María Albertsdóttir í leik gegn Frökkum á EM 2017. Vísir/Getty

Þær þrjár síðastnefndu, sem eru afrekskonur í fótbolta og körfubolta, voru vant við látnar vegna keppni þegar fréttastofa leit við.

„Fyrirtækið okkar heitir Súkkulaðismiðjan og þetta er svona súkkulaðimoli sem er fastur á skeið og síðan erum við meðþrjár mismunandi bragðtegundir. Við setjum þetta ofan í heita mjólk og hrærum og þá verður heitt súkkulaði,“ segir Magnea, í samtali við Stöð 2. 

Aðferðin er einföld og kakóið rennur svo sannarlega ljúft niður. Móðir Magneu aðstoðaði við að velgja mjólkina í potti en sjálf vill hún meina að hún sé fyrsti starfsmaður fyrirtækisins. „Þetta er til sumstaðar en við erum svona að þróa nýjar bragðtegundir,“ segir Erla, en aðspurð segist hún telja aðþær séu fyrstar til að setja vöruna á markað hér á landi. 

Að svo stöddu hafa þær þróað þrjár ólíkar bragðtegundir en þær eru sammála um að biskmarkmolinn sé bestur. Stelpurnar hafa prufað sig áfram til að byrja meðí eldhúsinu heima en súkkulaðiskeiðarnar sem fara í sölu verða framleiddar í vottuðu eldhúsi í skólanum. „Við byrjum framleiðsluna bara fljótlega og þá bara verður hægt að hafa samband við okkur,“ segir Halla. Þá verður varan einnig fáanleg á vörumessunni í Smáralind í apríl.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
3,6
4
34.130
ORIGO
3,41
11
64.165
HAGA
3,34
9
116.729
FESTI
3,23
14
192.368
SIMINN
3,2
19
269.039

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-3,39
97
445.720
GRND
0
2
1.506
MARL
0
23
231.586
EIM
0
11
201.996
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.