Menning

Mikilvægt að bera sig vel í þjóðbúningnum

Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifa

Margir nýttu tækifærið og skörtuðu íslenska þjóðbúningnum á Þjóðbúningadeginum, en honum var fagnað í Safnahúsinu í dag. Ung kona sem var á staðnum segir að amma sín hafi lagt sér lífsreglurnar um hvernig eigi að bera sig að í þjóðbúning enda mikilvægt að hafa í huga að bera sig vel þegar klæðst er slíkum búningi.

„Ég fékk alveg heljarinnar kennslu,“ sagði Sólveig María Sölvadóttir sem var stödd í Safnahúsinu ásamt ömmu sinni. Sólveig sagði að amma sín hefði meðal annars kennt sér að ganga upp stiga í búningnum, standa upprétt og setjast inn í bíl.

Amma Sólveigar Maríu, Sólveig Guðmundsdóttir sagðist hæstánægð með ömmustelpuna sína. „Ég er virkilega ánægð með hana í þessum búning. Aldrei ánægðari með hana en þegar hún er í búningnum.“

Það var Heimilisiðnaðarfélag Íslands í samvinnu við  Þjóðminjasafn Íslands og Þjóðdansafélag Reykjavíkur  sem boðaði til samkomunnar en haldið hefur verið upp á Þjóðbúningadaginn í mars undanfarin ár.

Sólveig Guðmundsdóttir og Sólveig María Sölvadóttir. vísir/egill


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.