Innlent

Þjóðvegur 1 opnaður fyrir umferð á ný

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
ÞyrlaLandhelgisgæslunar flutti þrjá slasaða á sjúkrahús í Reykjavík.
ÞyrlaLandhelgisgæslunar flutti þrjá slasaða á sjúkrahús í Reykjavík. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson
Opnað verður fyrir umferð um Suðurlandsveg á næstu mínútum en loka þurfti veginum síðdegis eftir árektur tveggja bíla. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Suðurlandi verður umferð stýrt til að greiða úr þeirri biðröð sem hefur myndast. 

Harður árekstur tveggja bifreiða varð á Suðurlandsvegi, við Iðjuvelli rétt austan við Kirkjubæjarklaustur um fjögurleytið í dag. Veginum var lokað í báðar áttir og var engin hjáleið svo langar raðir mynduðust. Einn ökumaður var í öðrum bílnum en tveir aðilar í hinum. 

Boðaðar voru tvær þyrlur Landhelgisgæslu út til flutnings hinna slösuðu á sjúkrahús í Reykjavík. Allir þrír farþegarnir voru fluttir til Reykjavíkur í einni þyrlu frá Landhelgisgæslunni. Hún lenti um klukkan sjö í kvöld í Reykjavík. 

Strax lá fyrir að vegurinn yrði lokaður í einhvern tíma á meðan viðbragðsaðilar athöfnuðu sig, bæði við björgun slasaðra og við rannsókn atvika. Ekki liggja fyrir upplýsingar um meiðsl þeirra sem slösuðust en þeir voru allir með meðvitund samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×