Enski boltinn

Upphitun: Stoke þarf að ná stigum gegn City

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Þrítugasta umferð ensku úrvalsdeildarinnar klárast í kvöld þegar Stoke tekur á móti Manchester City.

City getur endurheimt sextán stiga forskot á toppi deildarinnar með sigri á meðan Stoke bráðnauðsynlega þarf á þremur stigum að halda í fallbaráttunni, en liðið er í 19. sæti.

Pep Guardiola verður án krafta Sergio Aguero í leiknum en hann meiddist á æfingu City á laugardaginn.

Þegar liðin mættust á Etihad vellinum í október fór Manchester City með stórsigur 7-2. Stoke hefur hins vegar aðeins einu sinni í síðustu sex leikjum hleypt inn fleiri en einu marki.

Leikur Stoke og Manchester City verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst útsendingin klukkan 19:50. Upphitunarmyndband fyrir leikinn má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×