Körfubolti

Skallagrímur sigraði Val í Fjósinu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Guðbjörg Sverrisdóttir og Sigrún Sjöfn Ámundadóttir börðust í leiknum í dag
Guðbjörg Sverrisdóttir og Sigrún Sjöfn Ámundadóttir börðust í leiknum í dag vísir/eyþór

Skallagrímur vann mikilvægan sigur í baráttunni um sæti í úrslitakeppni Domino's deildar kvenna þegar liðið lagði Val að velli á heimavelli sínum í Borgarnesi í kvöld.

Fyrir leikinn var Skallagrímur fjórum stigum á eftir Stjörnunni sem situr í fjórða sætinu, síðasta sætinu í úrslitakeppninni. Valur var hins vegar í öðru sæti, fjórum stigum á eftir toppliði Hauka.

Mjög jafnt var með liðunum í fyrri hálfleik en heimakonur fóru með þriggja stiga forystu inn til búningsherbergja, 43-40. Gestirnir skoruðu hins vegar aðeins 10 stig í þriðja leikhluta og var staðan 57-50 að honum loknum.

Valskonur komu sterkar út í loka fjórðunginn og minnkuðu muninn niður í eitt stig. Þær jöfnuðu svo leikinn þegar um fimm mínútur voru eftir og komust einu stigi yfir. Þá skoraði Skallagrímur hins vegar 10 stig í röð og staðan orðin 73-62.

Eftir það var sigurinn gott sem kominn í hús hjá heimakonum sem sigldu heim átta stiga sigri, 83-75.

Eftir 24 umferðir af 28 er staðan þá þannig að Haukar eru á toppnum með 38 stig, Valur í öðru sæti með 34, Keflavík í því þriðja með 32, Stjarnan með 26 stig í fjórða sæti og Skallagrímur í fimmta sæti með 24 stig. Blikar eiga enn möguleika á að taka fjórða sætið en þær eru í 6. sæti með 20 stig og Snæfell er í 7. sæti með 18 stig. Njarðvík er á botninum án stiga.

Skallagrímur-Valur 83-75 (19-18, 24-22, 14-10, 26-25)

Skallagrímur:
Carmen Tyson-Thomas 32/20 fráköst/6 stoðsendingar, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 17/7 fráköst, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 16/4 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 11/9 fráköst/8 stoðsendingar, Bríet Lilja Sigurðardóttir 4, Jeanne Lois Figueroa Sicat 3.

Valur: Hallveig Jónsdóttir 23, Aalyah Whiteside 22/14 fráköst/6 stoðsendingar, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 11, Bergþóra Holton Tómasdóttir 8/5 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 6/9 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 3, Ragnheiður Benónísdóttir 2/4 fráköst.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.