Enski boltinn

Mourinho endist ekki á Old Trafford

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Mourinho og Klopp áttust við í gær
Mourinho og Klopp áttust við í gær Vísir/Getty
Leikstíll Jose Mourinho er ekki líklegur til að eldast vel hjá Manchester United að mati fótboltasérfræðinga Sky Sports.

Marcus Rashford skoraði tvisvar í fyrri hálfleik í stórleiknum gegn Liverpool en var svo tekinn út af á 70. mínútu í stað miðjumannsins Marouane Fellaini og bauluðu stuðningsmenn United á Mourinho fyrir þá skiptingu.

Mourinho hefur alltaf spilað frekar varnarsinnað með lið United og eru margir stuðningsmenn liðsins ósáttir við það.

„Þú færð ekki leikstíl á borð við þann sem Pep Guardiola býður upp á með því að ráða Jose Mourinho. Hann gerir það ekki og mun aldrei gera. Hann er með ákveðinn leikstíl sem hefur nýst honum vel,“ sagði Sam Wallace, sem skrifar um fótbolta fyrir Daily Telegraph.

„Mourinho er frábær í skipulagningu og taktík og það er í lagi hjá liðum eins og Porto eða Inter Milan. En að Manchester United sé bara með 32 prósent af boltanum á heimavelli er óvenjulegt og ekki stíll United. Stuðningsmennirnir gátu farið glaðir af velli með sigri á Liverpool en þeir þurftu að hafa fyrir því að verjast sóknum Liverpool undir lokin og ein mistök hefðu getað kostað þá sigurinn.“

„Það eina sem skiptir Mourniho máli eru úrslitin,“ sagði Jeremy Cross hjá Daily Star. „Hann veit að hann getur ekki keppt við Guardiola, ekkert lið getur komist nálægt leikstíl City liðsins.“

„Ef ekki væri fyrir City liðið þá væri United á góðri leið með að vinna Englandsmeistaratitilinn.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×