Erlent

Fimm létust í þyrluslysi í New York

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Frá vettvangi í nótt.
Frá vettvangi í nótt. Vísir/Getty
Fimm létust þegar þyrla hrapaði í Austurá, eða East River í New York borg seint í gærkvöldi.

Tveir létust samstundis en þremur var komið á sjúkrahús þar sem þau létust í nótt. Sex voru um borð í þyrlunni en flugmaðurinn lifði slysið af. 

Flugmaðurinn náði að senda út neyðarkall rétt áður en vélin skall á vatnsfletinum og náði hann að losa sig úr öryggisbelti sínu og synda frá flakinu. Farþegar hans voru hinsvegar tryggilega bundnir í sæti sín og gátu þeir ekki losað sig fyrr en kafarar komu þeim til hjálpar. 

Þyrlufyrirtækið sem um ræðir sinnir útsýnisflugi á Manhattan og er eitt það stærsta og elsta í bransanum. 

Þetta er þriðja slysið sem þyrlur á vegum þess lenda í á ellefu árum, en árið 2009 fórust níu þegar þyrla og lítil einkaflugvél rákust saman yfir Hudson ánni. Tveimur árum áður varð annað slys þar sem allir komust lífs af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×