Enski boltinn

Sjáið vítavörslu Cech og markaveislu Lundúnaliðanna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Cech tókst loksins að verja víti í búningi Arsenal í gær.
Cech tókst loksins að verja víti í búningi Arsenal í gær. vísir/getty
Gærdagurinn var stór hjá markverði Arsenal, Petr Cech, því þá varði hann loksins víti í búningi Arsenal og hélt þess utan hreinu í 200. sinn í ensku úrvalsdeildinni.

Arsenal skellti þá Watford 3-0 og það var ljúft fyrir Cech að ná loksins að verja víti fyrir sína menn en margir töldu að hann gæti ekki varið víti til þess að bjarga lífi sínu lengur.

Gömlu Dortmund-félagarnir, Mkhitaryan og Aubameyang, voru í stuði fyrir Arsenal í leiknum. Skoruðu og lögðu upp fyrir hvorn annan.

Tottenham varð fyrir áfalli í leiknum gegn Bournemouth í gær er Harry Kane fór meiddur af velli.

Það stöðvaði þó ekki leikmenn Spurs frá því að pakka Bournemouth saman, 1-4. Kóreubúinn Son er sjóheitur þessa dagana og skoraði tvö mörk í leiknum.

Dele Alli og Serge Aurier komust einnig á blað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×