Enski boltinn

Varnarleikur Liverpool í molum: Lovren og Van Dijk spila ekki fyrir liðið

Manchester United lagði Liverpool, 2-1, í leik erkifjendanna í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn en bæði mörkin skoraði Marcus Rashford fyrir heimamenn í fyrri hálfleik.

Mörkin voru keimlík; eftir langa spyrnu frá David De Gea skallaði Romelu Lukaku boltann á Rashford sem skoraði.

„Þú veist hvernig Mourinho stillir upp. Hann mun vera varkár og gefa fá færi á sér. Klopp virtist ætla að gefa færi á sér því liðið er svo sóknarsinnað,“ sagði Ríkharður Daðason, sérfræðingur Messunnar á Stöð 2 Sport HD.

Hann og Ólafur Kristjánsson tóku svo varnarleik Liverpool í gegn sem var ekki upp á marga fiska.

„Þeir skynja ekki hvar ógnin kemur í gegn á þá. Arnold stendur vitlaust og Van Dijk hjálpar honum ekkert. Seinna markið er bara afrit af því fyrra,“ sagði Ólafur og bætti við:

„Liverpool-vörnin verður að hjálpast betur að. Lovren spila og Van Dijk spila einstaklingsvörn.“

Umræðuna alla má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Atvikið sem gæti hafa eyðilagt HM-draum Gylfa Sig

Strákarnir í Messunni skoðuðu vel atvikið í gær er Gylfi Þór Sigurðsson meiddist á hné í leik Everton og Brighton. Meiðsli sem gætu haldið honum frá HM sem væri skelfilegt fyrir íslenska landsliðið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.