Enski boltinn

Varnarleikur Liverpool í molum: Lovren og Van Dijk spila ekki fyrir liðið

Manchester United lagði Liverpool, 2-1, í leik erkifjendanna í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn en bæði mörkin skoraði Marcus Rashford fyrir heimamenn í fyrri hálfleik.

Mörkin voru keimlík; eftir langa spyrnu frá David De Gea skallaði Romelu Lukaku boltann á Rashford sem skoraði.

„Þú veist hvernig Mourinho stillir upp. Hann mun vera varkár og gefa fá færi á sér. Klopp virtist ætla að gefa færi á sér því liðið er svo sóknarsinnað,“ sagði Ríkharður Daðason, sérfræðingur Messunnar á Stöð 2 Sport HD.

Hann og Ólafur Kristjánsson tóku svo varnarleik Liverpool í gegn sem var ekki upp á marga fiska.

„Þeir skynja ekki hvar ógnin kemur í gegn á þá. Arnold stendur vitlaust og Van Dijk hjálpar honum ekkert. Seinna markið er bara afrit af því fyrra,“ sagði Ólafur og bætti við:

„Liverpool-vörnin verður að hjálpast betur að. Lovren spila og Van Dijk spila einstaklingsvörn.“

Umræðuna alla má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Atvikið sem gæti hafa eyðilagt HM-draum Gylfa Sig

Strákarnir í Messunni skoðuðu vel atvikið í gær er Gylfi Þór Sigurðsson meiddist á hné í leik Everton og Brighton. Meiðsli sem gætu haldið honum frá HM sem væri skelfilegt fyrir íslenska landsliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×