Fótbolti

Forsetinn óð inn á völlinn með byssu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hérna er Savvidis alveg snarbilaður inn á vellinum með byssuna við bakið.
Hérna er Savvidis alveg snarbilaður inn á vellinum með byssuna við bakið. vísir/afp
Toppslagur PAOK Salonika og AEK í Grikklandi í gær var flautaður af eftir einhverja ótrúlegustu uppákomu í knattspyrnuleik lengi.

Ivan Savvidis, forseti PAOK, sturlaðist er mark var dæmt af hans liði á 89. mínútu vegna rangstöðu. Hann óð inn á völlinn til þess að ræða við dómarann. Það sem meira er að þá var hann vopnaður skammbyssu.

Leikmenn AEK flúðu völlinn skíthræddir um að sá gamli myndi rífa upp byssuna og hefja skothríð. Eftir mikið japl, jaml og fuður þá var leikurinn flautaður af tveimur tímum síðar.

PAOK er í þriðja sæti deildarinnar og hefði saxað forskot toppliðs AEK niður í tvö stig með sigri.

Þetta sést ekki á hverjum degi á knattspyrnuvelli.vísir/afp



Fleiri fréttir

Sjá meira


×