Fótbolti

Eini keppnisleikurinn án Gylfa frá 2012 er eini tapleikurinn í Dalnum í sex ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson
Gylfi Þór Sigurðsson Vísir/Getty
Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið með í öllum keppnisleikjum Íslands síðan að Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tóku við liðinu nema einum.

Gylfi meiddist á hné í leik Everton um helgina og óttast menn að HM gæti verið í hættu hjá stjörnu íslenska fótboltalandsliðsins. Það er ljóst að íslenska liðið þekkir ekki vel þá stöðu að vera án Gylfa í leikjum sem skipta máli.

Eini leikur Íslands án Gylfa í undankeppnum eða úrslitakeppnum stórmóta síðustu sex ár var leikur á móti Slóveníu á Laugardalsvellinum í júníbyrjun 2013.

Gylfi tók þá út leikbann eftir að hafa fengið sitt annað gula spjald í leik úti í Slóveníu þremur mánuðum fyrr þegar Gylfi skoraði bæði mörkin í 2-1 endurkomusigri.

Leikurinn án Gylfa í Laugardalnum 7. júní 2013 endaði hinsvegar illa því Slóvenarnir unnu hann 4-2. Íslenska liðið var 2-1 yfir eftir 26 mínútna leik en fékk síðan á sig þrjú mörk og steinlá.

Þetta er merkilegur leikur því íslenska landsliðið hefur ekki tapað keppnisleik á Laugardalsvellinum síðan þá en liðið hefur líka verið með Gylfa inná vellinum í öllum leikjunum síðan.

Frá þessu tapi á móti Slóveníu í júní 2013 hefur íslenska liðið spilað fjórtán leiki í Laugardalnum, unnið 11 og gert 3 jafntefli.  Markatalan í 23-6 íslenska liðinu í vil.


Tengdar fréttir

Hjörvar segir að HM sé í hættu hjá Gylfa

Samkvæmt heimildum knattspyrnusérfræðings Stöðvar 2 Sports, Hjörvars Hafliðasonar, þá er Gylfi Þór Sigurðsson alvarlega meiddur og gæti misst af HM í sumar.

Atvikið sem gæti hafa eyðilagt HM-draum Gylfa Sig

Strákarnir í Messunni skoðuðu vel atvikið í gær er Gylfi Þór Sigurðsson meiddist á hné í leik Everton og Brighton. Meiðsli sem gætu haldið honum frá HM sem væri skelfilegt fyrir íslenska landsliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×