Enski boltinn

Hvernig fór hann að þessu?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alfredo Morelos.
Alfredo Morelos. Vísir/Getty
Brendan Rodgers og lærisveinar hans í Celtic náðu níu stiga forystu á Rangers á toppi skosku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir 3-2 sigur í leik erkifjendanna á Ibrox um helgina.

Rangers liðið fékk kjörið tækifæri til að jafna metin í lokin en færið sem fór forgörðum gerir tilkall til þess að vera klúður ársins í skoska boltanum. Hvernig fór hann að þessu? Það er spurningin sem margir velta fyrir sér.

Alfredo Morelos hafði fiskað leikmann Celtic af velli með rautt spjald og var þegar búinn að fá gott færi til að jafna metin þegar boltinn datt aftur fyrir hann á markteignum.

Alfredo Morelos var þá fyrir opnu marki rétt við marklínuna og ekkert virtist geta komið í veg fyrir að hann setti boltann í markið. Á einhvern óskiljanlegan hátt tókst honum hinsvegar að hitta stöngina. Það má sjá þetta klúður hér fyrir neðan.







Alfredo Morelos er 21 árs Kólumbíumaður sem er á sínu fyrsta tímabili með Rangers. Hann kom þangað frá finska liðinu Helsingin Jalkapalloklubi eða HJK. Morelos hefur skorað þrettán deildarmörk á tímabilinu en hann er næstmarkahæstur og bara einu marki á eftir Kris Boyd.

Alfredo Morelos myndi líklega ekki hitta stöngina aftur þótt að hann fengi 100 tilraunir því það var sannarlega það erfiðasta í stöðunni standandi fyrir framan opið markið. Því miður fyrir hann kiksaði hann illa og færið rann út í sandinn.

Hefði Alfredo Morelos skorað úr þessu færi þá hefði væntanlega „aðeins“ munað sex stigum á liðunum og Celtic liðið jafnframt bara búið að ná í tvö stig út úr síðustu þremur leikjum sínum.

Nú er Celtic liðið hinsvegar með níu stiga forystu og á jafnfram inni leik á Rangers-liðið. Liðið er því komið með aðra höndina á skoska meistaratitilinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×