Sport

Transkona hafði betur gegn karlmanni í MMA-bardaga | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Veriato eftir bardagann.
Veriato eftir bardagann.

Fyrsti MMA-bardaginn á milli transkonu og karlmanns fór fram í Brasilíu um nýliðna helgi. Transkonan hafði betur.

Sú heitir Anne Veriato og er 21 árs gömul. Hún hefur átt mjög góðan feril í jiu-jitsu en skipti yfir í MMA fyrir nokkrum árum síðan.

Þó svo hún sé kona í dag þá dettur henni ekki í hug að berjast við aðrar konur.

„Það er sanngjarnt að ég berjist við karlmenn. Mér datt aldrei í hug að berjast við konu því ég er svo miklu betri en aðrar konur. Það er ekki sanngjarnt. Ég hef verið að pakka karlmönnum saman allt mitt og get það enn þrátt fyrir allar hormónabreytingarnar,“ sagði Veriato fyrir bardagann.

Hún barðist við Railson Paixao í strávigtarbardaga og hafði betur á stigum. Sjá má bardagann hér að neðan.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.