Enski boltinn

Everton staðfestir að Gylfi sé á leið til sérfræðings í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson í leik með íslenska landsliðnnu.
Gylfi Þór Sigurðsson í leik með íslenska landsliðnnu. Vísir/Getty

Everton hefur nú staðfest það að íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson sé meiddur á hné og þarfnist nú frekari skoðunar hjá sérstökum hnésérfræðingi.

Everton segir frá því að Gylfi sé á leiðinni til sérfræðingsins í kvöld en sá mun skoða meidda hnéið og meta það hversu lengi Gylfi verður frá æfingum og keppni.

Eins og kom fram í morgun þá óttast menn að meiðsli þessi verði til þess að Gylfi missi af HM í Rússlandi í sumar
Samkvæmt frétt Everton þá er búist við því að Gylfi verði frá í nokkrar vikur en kvöldið mun síðan leið það í ljós hvort að HM sé í hættu hjá okkar manni.

Gylfi hélt áfram eftir meiðslin og kláraði leikinn sem gaf tilefni til bjartsýni en eftir fréttir morgundagsins þá er útlitið ekki gott fyrir lykilmann íslenska landsliðsins.

Það er í það minnsta nokkuð ljóst að Gylfi verður ekki með íslenska landsliðinu í Bandaríkjaferðinni í lok mars sem og að fréttirnir af íslenska landsliðinu fram að heimsmeistaramótinu munu eflaust snúast mikið um stöðuna á hnéinu hans Gylfa.
Tengdar fréttir

Hjörvar segir að HM sé í hættu hjá Gylfa

Samkvæmt heimildum knattspyrnusérfræðings Stöðvar 2 Sports, Hjörvars Hafliðasonar, þá er Gylfi Þór Sigurðsson alvarlega meiddur og gæti misst af HM í sumar.

Atvikið sem gæti hafa eyðilagt HM-draum Gylfa Sig

Strákarnir í Messunni skoðuðu vel atvikið í gær er Gylfi Þór Sigurðsson meiddist á hné í leik Everton og Brighton. Meiðsli sem gætu haldið honum frá HM sem væri skelfilegt fyrir íslenska landsliðið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.