Silva með bæði mörkin í sigri City sem færist nær titlinum

skrifar
City-menn hafa verið óstöðvandi í vetur.
City-menn hafa verið óstöðvandi í vetur. vísir/getty

David Silva skoraði bæði mörk Manchester City í 2-0 sigri City á Stoke er liðin mættust í Stoke í kvöld. Með sigrinum færist City skrefi nær titlinum.

Silva kom City yfir strax á tíundu mínútu eftir sendingu frá Raheem Sterling, en varnarleikur Stoke var ekki uppi á marga fiska í því marki. 1-0 í hálfleik.

Eftir fimm mínútna leik skoraði Silva aftur, en þessi frábæri knattspyrnumaður skoraði þá eftir unidrbúning Gabriel Jesus sem byrjaði í fremstu víglínu í fjarveru Aguero sem er meiddur.

Lokatölur 2-0 og City er því með sextán stiga forskot á granna sína í Man. United þegar átta leikir eru eftir, en 24 stig eru eftir í pottinum.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.