Enski boltinn

Carragher settur á bekkinn | Fær stuðning frá Neville

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Carragher og Neville saman í vinnunni.
Carragher og Neville saman í vinnunni. vísir/getty

Sky Sports hefur ákveðið að taka Jamie Carragher úr liði sínu út af hrákumáli helgarinnar. Hann hrækti þá framan í fjórtán ára stúlku úr bíl sínum.

Atvikið átti sér stað eftir leik Man. Utd og Liverpool þar sem Carragher var mikið strítt enda fyrrum leikmaður Liverpool.

Það þoldi Carragher ekki og hrækti á bíl sem var að stríða honum. Ekki tókst betur til en svo að hrákan fór framan í fjórtán ára dóttur bílstjórans sem var eðlilega að mynda atvikið um leið og hann keyrði.

Carragher var fljótur til að biðja fólkið afsökunar en reyndi nú samt líka að kenna þeim um.

„Sky tekur þetta mál mjög alvarlega og fordæmir harðlega þessa hegðun hjá Jamie,“ segir í yfirlýsingu Sky Sports í dag.

„Við höfum gert honum það ljóst og honum er tímabundið vísað úr starfi. Svona hegðun er langt fyrir neðan það sem við ætlumst til af okkar fólki.“Félagi Neville hjá Sky Sports, Gary Neville, tekur upp hanskann fyrir félaga sinn í dag eins og sjá má hér að ofan.

Neville segir að þetta séu vissulega risastór mistök hjá Carragher. Hann sé aftur á móti mikill ástríðumaður er kemur að fótbolta.

Á þeim þrem árum sem þeir hafa starfað saman hafi hann aldrei verið til vandræða. Neville mælist til þess að þetta atvik verði ekki til þess að þeir þurfi að hætta að vinna saman.

Hvort þeir vinni saman aftur verður tíminn að leiða í ljós en eins og staðan er núna er Carragher kominn á bekkinn.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.