Lífið

Cristiano Ronaldo og frú í fríi á Íslandi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Þau virðast skemmta sér vel.
Þau virðast skemmta sér vel. Instagram/Georginu Rodriguez

Knattspyrnukappinn Cristiano Ronaldo, einn þekktasti knattspyrnumaður heims, er staddur á Íslandi. Er hann hér á ferð með Georginu Rodriguez, kærustu sinni.

Rodriguez birtir myndir af ferðalagi þeirra á Instagram. Ljóst er að þau hafa skellt sér á vélsleða og virðast þau njóta tímans vel, ef marka má myndirnar.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ronaldo heimsækir Ísland en hann skoraði eitt af mörkum Portúgal þegar liðið lagði landslið Íslands á Laugardalsvelli árið 2010 í undankeppni fyrir Evrópumót karla í knattspyrnu 2012.

Leiðir íslenska landsliðsins og Ronaldo lágu svo aftur saman árið 2016 í Frakklandi þegar liðin mættust í F-riðli EM. Íslenska landsliðið náði 1-1 jafntefli og var Ronaldo allt annað en kátur með leik íslenska liðsins í þeim leik og gagnrýndi hann spilamennsku strákanna okkar mjög eftir leik.

Heimsbyggðin var þó mjög ósátt við ummæli Ronaldo og fékk hann að heyra það úr ýmsum áttum.

Óvíst er hvenær skötuhjúin komu hingað til lands eða hversu lengu þau muni dvelja, en næsti leikur Real Madrid, félagsliðs Ronaldo er gegn Girona á sunnudaginn og ættu þau því að hafa góðan tíma til þess að slaka á hér á landi.

Maravillas de la naturaleza...

A post shared by Georgina Rodríguez (@georginagio) onAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.