Enski boltinn

Michael Carrick leggur skóna á hilluna eftir tímabilið og þjálfar hjá United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michael Carrick var fyrirliði í bikarleiknum á móti Hudderfield.
Michael Carrick var fyrirliði í bikarleiknum á móti Hudderfield. Vísir/Getty

Manchester United leikmaðurinn Michael Carrick hefur nú gefið það út að þetta tímabil verður hans síðasta á knattspyrnuferlinum.

Hinn 36 ára gamli miðjumaður hefur unnið tólf stóra titla á tólf árum með Manchester United.

Manchester United keypti hann á 18 milljónir punda frá Tottenham árið 2006 og hann hefur leikið 463 leiki fyrir félagið síðan.Carrick var uppalinn hjá West Ham en var aðeins búinn að vera í tvö ár hjá Tottenham þegar Sir Alex Ferguson keypti hann til Manchester United.

Michael Carrick hefur aðeins spilað fjóra leiki á þessu tímabili en hann glímir við óreglulegan hjartslátt.

Eins og sjá má hér fyrir neðan þá hefur Carrick verið mjög sigursæll á sínum ferli og vann meðal annars enska meistaratitilinn fimm sinnum.
Michael Carrick ætlar að gerast þjálfari hjá Manchester United í sumar og verður hluti af þjálfaraliði aðalliðs félagsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.