Enski boltinn

Michael Carrick leggur skóna á hilluna eftir tímabilið og þjálfar hjá United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michael Carrick var fyrirliði í bikarleiknum á móti Hudderfield.
Michael Carrick var fyrirliði í bikarleiknum á móti Hudderfield. Vísir/Getty
Manchester United leikmaðurinn Michael Carrick hefur nú gefið það út að þetta tímabil verður hans síðasta á knattspyrnuferlinum.

Hinn 36 ára gamli miðjumaður hefur unnið tólf stóra titla á tólf árum með Manchester United.

Manchester United keypti hann á 18 milljónir punda frá Tottenham árið 2006 og hann hefur leikið 463 leiki fyrir félagið síðan.





Carrick var uppalinn hjá West Ham en var aðeins búinn að vera í tvö ár hjá Tottenham þegar Sir Alex Ferguson keypti hann til Manchester United.

Michael Carrick hefur aðeins spilað fjóra leiki á þessu tímabili en hann glímir við óreglulegan hjartslátt.

Eins og sjá má hér fyrir neðan þá hefur Carrick verið mjög sigursæll á sínum ferli og vann meðal annars enska meistaratitilinn fimm sinnum.







Michael Carrick ætlar að gerast þjálfari hjá Manchester United í sumar og verður hluti af þjálfaraliði aðalliðs félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×