Körfubolti

Enginn gert þetta í Lakers búningnum síðan Kobe var upp á sitt besta

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Julius Randle.
Julius Randle. Vísir/Getty

Julius Randle hefur staðið sig frábærlega með liði Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta og í nótt náði hann tölfræði sem enginn leikmaður Lakers-liðsins hefur náð í næstum því heilan áratug.

Julius Randle var þá með 36 stig, 14 fráköst og 7 stoðsendingar í sigri Los Angeles Lakers á Lebron James og félögum í Cleveland Cavaliers.

Síðasti leikmaður Lakers liðsins til að ná svona mörkum stigum, fráköstum og stoðsendingum í einum og sama leiknum var sjálfur Kobe Bryant sem var með 36 stig, 14 fráköst og 8 stoðsenduingar í leik á móti Golden State Warriors 23. mars 2008.
Julius Randle hefur farið mikinn eftir Stjörnuleikinn en hann er með 20,7 stig, 9,8 fráköst og 4,3 stoðsendingar að meðaltali í 9 síðustu leikjum Lakers liðsins en fyrir stjörnuleikinn var hann með 14,7 stig, 7,3 fráköst og 2,3 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Randle hefur ennfremur hækkað meðalskor sitt í hverjum mánuði á tímabilinu eins og sjá má hér fyrir neðan.

Meðalskor Julius Randle eftir mánuðum á leiktíðinni:
Október - 11,4 stig í leik
Nóvember - 13,0 stig í leik
Desember - 14,2 stig í leik
Janúar - 15,3 stig í leik
Febrúar - 19,4 stig í leik
Mars - 22,8 stig í leik


NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.