Lífið

Ódýr líkkista til sölu í Góða hirðinum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þú færð líkkistu á tuttugu þúsund krónur í Góða hirðinum.
Þú færð líkkistu á tuttugu þúsund krónur í Góða hirðinum. mynd/friðrik

„Kistan kom bara hingað í morgun,“ segir Friðrik Ragnarsson, starfsmaður á nytjamarkaðnum Góða hirðinum í Fellsmúla en þar er til sölu líkkista. Friðrik segir að ásett verð sé tuttugu þúsund krónur.

„Það er nú ekki mikið fyrir ónotaða kistu. Fólk hefur nú ekki verið að sýna þessu mikinn áhuga í dag, en sumir hafa skoðað þetta.“

Friðrik segir að hann viti ekki alveg forsögu málsins.

„Svona miðað við hvernig kistan er smíðuð og úr hvaða efni, þá tek ég líklegt að þetta sé leikmunur.“

Vanalega kostar líkkista á annað hundrað þúsund krónur, í það minnsta. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.