Enski boltinn

Mourinho segir De Boer versta þjálfarann í sögu úrvalsdeildarinnar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mourinho og De Boer þegar þeir voru við stjórnvölinn hjá Real Madrid og Ajax 2012.
Mourinho og De Boer þegar þeir voru við stjórnvölinn hjá Real Madrid og Ajax 2012. vísir/getty
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, svarar Hollendingnum Frank de Boer, fyrrum þjálfara Crysta Palace, fullum hálsi eftir ummæli hans um Marcus Rashford um helgina.

De Boer hrósaði Rashford fyrir leik sinn í 2-0 sigrinum gegn Liverpool um helgina þar sem Rashford skoraði bæði mörkin, en Hollendingurinn sagðist vorkenna Rashford að spila undir stjórn Mourinho.

„Ég las ummæli frá versta þjálfara í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, Frank de Doer - sjö leikir, sjö töp og ekki eitt skorað mark,” sagði Mourinho þegar hann var aðspurður út í ummæli de Boer um Marcus Rashford.

„Hann var að tala um að það væri ekki gott fyrir Rashford að hafa þjálfara eins og mig, því það mesta sem skipti mig máli væri að vinna. Ef de Boer væri þjálfari Rashford, myndi hann læra hvernig á að tapa öllum leikjum.”

United mætir Sevilla í kvöld í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar, en fyrri leiknum endaði með markalausu jafntefli. Leikið er á Old Trafford í kvöld.

„Leikurinn á morgun verður mjög erfiður því við erum að spila gegn liði sem tapaði ekki gegn Liverpool heima né úti. Ég tek Liverpool því þeir eru dæmi um mjög gott lið og gott dæmi um mikilvægan völl með mikla hefð,” sagði Mourinho.

Að sjálfsögðu verður leikur United og Sevilla sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld, en upphitun hefst 19.15. Leikurinn sjálfur hefst 19.45.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×