Golf

Tiger flýgur upp heimslistann

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Tiger Woods er farinn að brosa á ný.
Tiger Woods er farinn að brosa á ný. vísir/getty
Tiger Woods náði sínum besta árangri í tæp fimm ár á PGA-mótaröðinni um helgina þegar hann lenti í öðru sæti á Valspar-mótinu í golfi. Var hann aðeins einu höggi frá því að kreista fram bráðabana en þurfti að horfa á eftir titlinum til breska kylfingsins Pauls Casey.

Er þetta besti árangur Tiger á mótaröðinni frá því í ágúst 2013 en með því tók hann stökk upp um 239 sæti á heimslistanum í golfi með því og er kominn í 149. sæti.

Tiger byrjaði árið í 656. sæti en hann bíður enn eftir 80. sigrinum á ferlinum á PGA-mótaröðinni en hann vantar þrjá sigra til að jafna met Sam Snead yfir flest mót unnin á mótaröðinni (82).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×