Enski boltinn

Meiddur Gylfi hljóp meira en félagar sínir

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það eru fáir duglegri en Gylfi.
Það eru fáir duglegri en Gylfi. vísir/getty

Þó svo Gylfi Þór Sigurðsson hafi meiðst eftir rúmlega 20 mínútna leik um síðustu helgi þá var hann samt duglegri en allir félagar sínir að hlaupa í leiknum gegn Brighton.

Eins og þjóðinni er kunnugt er óttast að Gylfi hafi skaddað liðbönd í leiknum en það stöðvaði hann ekki frá því að hlaupa eins og óður maður. Enginn hljóp yfir meira svæði og hann var í þriðja sæti yfir flesta spretti á vellinum. Ofurmaður.

Everton vann svo leikinn 2-0 en eftir á að hyggja var auðvitað mjög slæmt að hann skildi hafa spilað leikinn og það augljóslega af fullum krafti.

Gylfi Þór fór í skoðun hjá hnésérfræðingi í gærkvöldi og þjóðin bíður nú með öndina í hálsinum eftir frekari tíðindum enda var óttast í gær að hann gæti misst af HM.


Tengdar fréttir

Hjörvar segir að HM sé í hættu hjá Gylfa

Samkvæmt heimildum knattspyrnusérfræðings Stöðvar 2 Sports, Hjörvars Hafliðasonar, þá er Gylfi Þór Sigurðsson alvarlega meiddur og gæti misst af HM í sumar.

Atvikið sem gæti hafa eyðilagt HM-draum Gylfa Sig

Strákarnir í Messunni skoðuðu vel atvikið í gær er Gylfi Þór Sigurðsson meiddist á hné í leik Everton og Brighton. Meiðsli sem gætu haldið honum frá HM sem væri skelfilegt fyrir íslenska landsliðið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.