Enski boltinn

Meiddur Gylfi hljóp meira en félagar sínir

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það eru fáir duglegri en Gylfi.
Það eru fáir duglegri en Gylfi. vísir/getty
Þó svo Gylfi Þór Sigurðsson hafi meiðst eftir rúmlega 20 mínútna leik um síðustu helgi þá var hann samt duglegri en allir félagar sínir að hlaupa í leiknum gegn Brighton.

Eins og þjóðinni er kunnugt er óttast að Gylfi hafi skaddað liðbönd í leiknum en það stöðvaði hann ekki frá því að hlaupa eins og óður maður. Enginn hljóp yfir meira svæði og hann var í þriðja sæti yfir flesta spretti á vellinum. Ofurmaður.

Everton vann svo leikinn 2-0 en eftir á að hyggja var auðvitað mjög slæmt að hann skildi hafa spilað leikinn og það augljóslega af fullum krafti.

Gylfi Þór fór í skoðun hjá hnésérfræðingi í gærkvöldi og þjóðin bíður nú með öndina í hálsinum eftir frekari tíðindum enda var óttast í gær að hann gæti misst af HM.


Tengdar fréttir

Hjörvar segir að HM sé í hættu hjá Gylfa

Samkvæmt heimildum knattspyrnusérfræðings Stöðvar 2 Sports, Hjörvars Hafliðasonar, þá er Gylfi Þór Sigurðsson alvarlega meiddur og gæti misst af HM í sumar.

Atvikið sem gæti hafa eyðilagt HM-draum Gylfa Sig

Strákarnir í Messunni skoðuðu vel atvikið í gær er Gylfi Þór Sigurðsson meiddist á hné í leik Everton og Brighton. Meiðsli sem gætu haldið honum frá HM sem væri skelfilegt fyrir íslenska landsliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×