Enski boltinn

Segja að þrjú félög í ensku úrvalsdeildinni séu á eftir Jóhanni Berg

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jóhann Berg Guðmundsson hefur komið með beinum hætti að átta mörkum Burnley á leiktíðinni.
Jóhann Berg Guðmundsson hefur komið með beinum hætti að átta mörkum Burnley á leiktíðinni. Vísir/Getty

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley eru svo gott sem búnir að tryggja sér áframhaldandi veru í ensku úrvalsdeidinni með því að ná í 43 stig í fyrstu 30 leikjunum.

Það er hinsvegar ekkert öruggt að Jóhann Berg verði áfram í herbúðum liðsins á næstu leiktíð.

Íslenski landsliðsmaðurinn er eftirsóttur þessa dagana ef marka má uppsláttarfrétt hjá enska blaðinu The Sun.The Sun segir að Leicester, Newcastle og Southampton hafi öll áhuga á því að kaupa Jóhann Berg af Burnley en hann er metinn á um 20 milljónir punda.

Jóhann Berg hefur staðið sig mjög vel á tímabilinu og er fastamaður í liði Burnley. Hann er nú 27 ára gamall og því að detta inn á sín bestu ár í boltanum.Jóhann Berg hefur byrjað alla leiki Burnley síðan í október og er alls með 2 mörk og 6 stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Newcastle, er sagður verið mikill aðdáandi íslenska landsliðsmannsins og þar segja að Leicester sé að leita sér að eftirmanni Riyad Mahrez sem verður að öllum líkindum seldur í sumar.

Southampton hefur líka fylgst lengi með Jóhanni Berg en liðið er í harðri fallbaráttu og allt eins líklegt að það spili í ensku b-deildinni á komandi leiktíð.

Burnley mun líka bjóða Jóhanni Berg nýjan og betri samning eftir framistöðu hans á leiktíðinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.