Innlent

Enginn eldur í fjölbýlishúsi í Reykjanesbæ

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Var um minniháttar bruna að ræða. Myndin er úr safni.
Var um minniháttar bruna að ræða. Myndin er úr safni. Vísir/jóhann k. jóhannsson
Tilkynnt var um eld í íbúð á 3. hæð í fjölbýlishúsi klukkan 10:10 í morgun. Brunavarnir Suðurnesja sendu mikið lið á vettvang þar sem tilkynning var óljós.

Þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang reyndist ekki vera um neinn bruna að ræða heldur hafði gufa frá heitu vatni stigið upp um túðu á þaki hússins.

Slökkviliðið hefur lokið störfum á vettvangi samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Suðurnesja. 

Fréttin var uppfærð klukkan 10:29 og fyrirsögn hennar breytt í samræmi við nýjustu upplýsingar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×