Erlent

Segir að Bretar muni iðrast Brexit

Kjartan Kjartansson skrifar
Juncker ávarpaði Evrópuþingið í dag og brást meðal annars við framíköllum andstæðinga Evrópusambandsins.
Juncker ávarpaði Evrópuþingið í dag og brást meðal annars við framíköllum andstæðinga Evrópusambandsins. Vísir/AFP

Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, spáir því að Bretar komi til með að sjá eftir því að hafa gengið úr sambandinu. Samningamenn ESB og Bretlands eru sagðir nærri því að ná samkomulagi um réttindi breskra og evrópskra borgara eftir Brexit.

Við þessu varaði Juncker eftir að andstæðingar Evrópusambandsins á Evrópuþinginu fögnuðu þegar hann talaði um að til standi að Bretar gangi úr sambandinu 29. mars á næsta ári. Juncker sagði að sá stund myndi renna upp þegar „þið munið sjá eftir ákvörðun ykkar“, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.

Guy Verhofstadt, fulltrúi Evrópuþingsins í Brexit-málum, segir að samkomulag um réttindi borgara eftir Brexit sé innan seilingar. Juncker segist ekki vilja að evrópskir borgarar verði fórnarlömb Brexit og mikilvægt sé að tryggja réttindi þeirra.

Fulltrúar ESB hafa staðið harðir á því að Bretar geti ekki sérvalið sér þátttöku í innri markaði sambandsins eftir Brexit. Fríverslunarsamningur geti ekki falið í sér ígildi þess að tilheyra innri markaðinum eða hluta hans.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.