Erlent

Heather Locklear ákærð fyrir barsmíðar

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Heather Locklear er ef til vill þekktust fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Melrose Place og Dynasty.
Heather Locklear er ef til vill þekktust fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Melrose Place og Dynasty. Vísir/Getty

Leikkonan Heather Locklear hefur verið ákærð fyrir að ráðast á embættismann sýslumanns.

Locklear var handtekin í febrúar vegna ásakana um heimilisofbeldi. Það mál var látið niður falla en leikkonan er samt sem áður ákærð fyrir fjórar líkamsárásir.

Bróðir leikkonunnar hringdi í neyðarlínuna eftir að hafa orðið vitni að átökum milli Locklear og kærasta hennar á heimili hennar í Kaliforníu.

Samkvæmt fulltrúa sýslumannsins í Ventura sýslu var Locklear einkar fjandsamleg í samskiptum og þurfti að kalla eftir auknum liðsauka að heimili hennar vegna þess að hún veitti mótspyrnu við handtöku. Erfiðlega hafi gengið að koma henni inn í lögreglubíl.

Locklear er þess vegna einnig ákærð fyrir að veita lögreglumanni mótspyrnu.

Samkvæmt lögregluyfirvöldum var kærasti Locklear með líkamlega áverka en hann neitaði þó læknisaðstoð.

Heather Locklear er ef til vill þekktust fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Melrose Place, Dynasty, Spin City og Two and a half men.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.