Körfubolti

Davidson eitt af fimm mögulegum öskubuskuævintýrum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Axel Guðmundsson.
Jón Axel Guðmundsson. Vísir/Getty

Jón Axel Guðmundsson og félagar í Davidson fá mjög erfiðan mótherja í fyrstu umferð úrslitakeppni bandaríska háskólakörfuboltans en sumir eru á því að þeir gætu komið á óvart á móti Kentucky.

Washington Post tók sig til að tilnefndi þau fimm skólalið sem að þeirra mati eru líklegust til að koma á óvart í marsfárinu í ár.

Davidson er í þessum hópi hjá Washington Post ásamt Loyola Chicago, New Mexico State, Bucknell og Penn.
Jón Axel Guðmundsson og félagar tryggðu sér sæti í úrslitakeppni NCAA með því að vinna Rhode Island í úrslitaleik Atlantic 10 deildarinnar. Leikurinn vannst með einu stigi og Jón Axel var í risastóru hlutverki í því að landa þeim sigri.

Næst á dagskrá er leikur á móti Kentucky skólanum sem hefur dælt leikmönnum inn í NBA-deildina á síðustu árum. Þrír leikmenn liðsins á síðasta ári voru valdir í nýliðavalinu 2017.Blaðmaður Washington Post segir að sóknarleikur Davidson snúist mikið um þriggja stiga skotin en liðið hefur hitt úr 39 prósent þristanna sinna í vetur sem er frábær nýting.

Jón Axel er ein af bestu skyttum liðsins en líka sá sem býr til mörg opin þriggja stiga skot fyrir félaga sína í liðinu.

Takist Davidson að koma á óvart og slá út Kentucky þá bíður liðsins leikur á móti annaðhvort Arizona eða Buffalo í 32 liða úrslitunum. Leikur Davidson og Kentucky er á fimmtudagskvöldið en hann hefst klukkan 23:10 að íslenskum tíma.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.