Enski boltinn

Hafa þurft að fresta 23 leikjum hjá sama liðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty
Oft þarf að fresta leikjum á Íslandi vegna veðurs en aldrei hefur þá skapast eins slæmt ástand og hjá einu I-deildarliði í enska fótboltanum.

Enska fótboltaliðið 1874 Northwich hefur nefnilega nóg að gera á næstunni þökk sé þróun mála á tímabilinu til þessa.

Það hefur nefnilega alls þurft að fresta 23 leikjum liðsins á tímabilinu en 1874 Northwich spilar í North West Counties deildinni í enska utandeildafótboltanum.





„Við þurfum núna að klára 27 leiki á átta dögum. Við erum líka ennþá inni í þremur bikarkeppnum og þetta gætu því orðið 32 leikir,“ sagði Mark Riding, stjóri liðsins.

1874 Northwich spilar í I-deild enska boltans en liðið lék einnig ellefu leiki í enska bikarnum á leiktíðinni. Þeir duttu loks út úr þriðju umferð undankeppninnar eftir endurtekinn leik á móti Ossett Town.

Nú síðast var leik liðsins á móti AFC Darwen frestað um síðustu helgi. 23 frestanir og tímabilið ekki hálfnað, leikjalega séð.

Liðið þarf núna að spila þrjá leiki á viku til loka tímabilsins því enska knattspyrnusambandið leyfir ekki að lengja tímabilið þrátt fyrir allar þessar frestanir.

Fyrir tveimur árum þurfti lið að spila tvo leiki á sama degi til að klára leiki sína í tíma og 1874 Northwich gæti einnig lent í þeirri stöðu.

Orðið leikjaálag öðlast nýja merkingu hjá flestum eftir að hafa skoðað nánar leikjadagskrá 1874 Northwich á næstunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×